Vefverslun

Tími til að glóa - Apple kynnir nýjar vörur

Nýr myndavélatakki með AI, hvað er nú það? Eru Airpods 4 orðin að heyrnartæki? Verður bleikur iPhone 16 heitasti símaliturinn í haust? Og hvað er þetta AI eða Apple Intelligence?

11. september 2024

tími til að glóa-tími til að glóa-img

Það var margt spennandi og krassandi sem kom fram á haustkynningu Apple, "It's Glowtime." Mikið eplaslúður hefur flogið um netheimana síðustu daga eftir tilkynningu viðburðarins en nafnið "It´s Glowtime" er vísun nýja AI tækni, eða Apple Intelligence, sem mun líklegast spila stórt hlutverk í framtíð Eplanna.

Viltu fá áminningu um leið og nýjustu Apple vörurnar mæta í verslun Vodafone? - Skráðu þig á póstlistann okkar! Við látum þig vita.

En brjótum þetta nú aðeins niður. Það eru fjórir nýir símar væntanlegir: iPhone 16, iPhone 16 Plus, iPhone 16 Pro og iPhone 16 Pro Max. Byrjum þar.

iphone 16-iphone 16-img

iPhone 16 & iPhone 16 Plus - Trylltir litir og snjallari myndavél

Hinn glænýi iPhone 16 kemur í algjörlega trylltum og glænýjum litum, tveim stærðum 6.1" (iPhone 16) og 6.7"(iPhone 16 Plus) og uppfærðri vatns- og rykþolinni hönnun. Við erum persónulega að elska þann bleika. Myndavélin hefur sömuleiðis fengið ágætis uppfærslu en við erum að tala um annars vegar 48MP Fusion myndavél og hins vegar 12 MP aðdráttarlinsu og nýrri víðlinsu með sjálfvirkum fókus.Það verða semsagt alveg rosalegar myndir teknar á þessu tryllitæki. Við getum síðan hrópað þrefalt húrra fyrir því að iPhone 16 mun innihalda stærri rafhlöðu og því lengra rafhlöðulífi.

"Action-takkinn" sem við fengum að kynnast með tilkomu iPhone 15 Pro er á sínum stað en talandi um takka þá fær iPhone 16 eimitt glænýjan takka. Takkinn, svokallaður "Camera Control-takki," býður uppá nýjar leiðir til að taka myndir en hann opnar myndavélina og stýrir henni. Takkinn virkjar sömuleiðis Apple Intelligence (AI), nýtt gervigreindartól frá Apple. Öll iPhone 16 línan kemur með nýjum A18 örgjörva sem er sérstaklega byggður til þess að keyra þetta glænýja gervigreindartól og eykur í leiðinni orkustýringu (sem eykur rafhlöðulíf) og vinnsluhraða.

Við munum síðan fjalla nánar um Apple Intelligence (AI) hér fyrir neðan.

Helstu eplaupplýsingar:

• Nýir litir • Betri myndavél • Nýr takki • Stærri rafhlaða • Apple Intelligence

iphone 16 pro-iphone 16 pro-img

iPhone 16 Pro & iPhone Pro Max - Stór, stærri, stærstur

Þá eru það vinnuþjarkarnir iPhone 16 Pro og iPhone 16 Pro Max, sem eru allt það sem iPhone 16 og iPhone 16 Plus eru, og meira... og stærra. Skjáirnir eru stærri en nokkurn tímann fyrr en Pro Motion skjáirnir eru 6.3" (iPhone 16 Pro) og 6.9" (iPhone 16 Pro Max). Þetta gerir iPhone Pro Max að stærsta iPhone símanum hingað til. Þrátt fyrir stærðina mun þyngdin ekki aukast en ytra byrðið er úr títaníum og eru símarnir því léttari í hendi.

Myndavélarnar eru algjörar neglur en við erum að tala um 48 MP Fusion myndavél ásamt 48 MP víðlinsu og 12 MP aðdráttarlinsu. Myndavélin getur tekið upp í 4K í 120 römmum en með svona góðum gæðum er nánast hægt að taka upp heilt tónlistarmyndband fyrir eina frægustu poppstjörnu heimsins... Sem er nákvæmlega það sem tökumaðurinn Eric Hendrickson gerði fyrir nýjasta tónlistarmyndband The Weeknd en það er allt skotið á iPhone 16 Pro... Frekar nett ef þú spyrð okkur. Hljóðnemarnir hafa sömuleiðis fengið góða uppfærslu og gera þér kleift að taka upp Spatial Audio.

"Camera Control-takkinn" og Apple Intelligence (AI) ásamt A18 örgjörvanum er að sjálfsögðu á sínum stað í þessum símum rétt eins og í iPhone 16. Örgjörvin er hins vegar kröftugri í Pro og Pro Max útgáfunum og tekur m.a. stökk í rafhlöðuendingu en Apple segir rafhlöðuna í iPhone 16 Pro og iPhone 16 Pro Max vera þá bestu í sögu iPhone, þökk sé þessum nýja ofur-örgjörva.

Helstu eplaupplýsingar:

• Stærri skjár • Betri myndavél og hljóðnemar • 4K upptökugæði • Nýr takki • Stærri rafhlaða • Apple Intelligence

airpods 4-airpods 4-img

AirPods 4, AirPods Pro og Airpods Max - Heilsan í fyrsta sæti

Það var mikil eftirvænting fyrir hvaða breytingum AirPods myndu taka og mætti segja að þær breytingar sem Apple hefur lagt í AirPods Pro 2, séu nokkuð byltingarkenndar. Ef við tökum þetta saman, þá kynntu Apple tvær AirPods 4 týpur: AirPods 4 og AirPods4: Active Noise Cancellation. Bæði eyrnartólin eru með nýja hönnun sem eiga að vera þægilegri fyrir eyrun en helsta breytingin er sú er að AirPods 4 verður með svokallaða "Virka hávaðaeyðingu" sem á að hjálpa til að eyða hávaða í umhverfinu. Það sem vakti hins vegar mikla athygli var það að í AirPods Pro 2, verður hægt að nota eyrnartólin sem hálfgerð heyrnartæki. Eyrnartólin munu getað hækkað sjálfkrafa þegar fólk reynir að tala við þig og munu einnig hjálpa til að greina ef þú ert með skerta heyrn. Magnað og byltingarkennt!

Helstu eplaupplýsingar:

• Aukin þægindi • Virk hávaðaeyðing • Stuðningur fyrir skerta heyrn • Heyrnarmæling

apple watch 10-apple watch 10-img

Apple Watch Series 10 - Er svefninn ekki örugglega í lagi?

Apple Watch Series 10 snjallúrið er ekki svo frábrugðið Series 9 en ein spennandi nýjung í úrinu er sú að nú á úrið að greina merki um kæfisvefn ef þú sefur reglulega með úrið. Apple segjast vera að bíða leyfis frá FDA og þegar það gerist muni þetta vera virkt í 150 löndum. Við vonum að ísland verði þar á meðal svo við getum prufað þetta. Úrið er léttara, sterkara og þynnra en áður en skjárin stækkar á sama tíma. Skjárinn er sömuleiðis 40% bjartari og skartar nýjum S10 SiP örgjörva sem mun, rétt eins og A18 örgjörvinn, keyra Apple Intelligence gervigreindartólið. Hleðslan fær einnig að njóta góðs af vegna örgjörvans en nú mun einungis taka 30 mínútur að ná upp 80% hleðslu.

Úrið fær einnig köfunareiginleikana sem Ultra úrin hafa hingað til verið ein um. Annar nýr eiginleiki í Watch Series 10 er að nú geturðu spilað tónlist í úrinu ef þú gleymir AirPods heima. Úrið kemur í tveimur útgáfum Jet Black og titanium.

Helstu eplaupplýsingar:

• Þynnra og léttara • Stærra og sterkara • Fljótari hleðsla • Greinir kæfisvefn

apple watch ultra-apple watch ultra-img

Apple Watch Ultra 2 - Nýr litur og nýjar ólar

Það var ekki mikið af nýjungum með Apple Watch Ultra 2 úrið. Úrið er auðvitað rosalegt og ætti að geta auðvitað gert allt og meira. Apple kynnti hins vegar nýjan lit en nú verður hægt að fá úrið í svörtu. Apple kynnti líka að það verður hægt að fá nýjar ólar frá Hermes og Milanese band.

Helstu eplaupplýsingar:

• Nýr litur • Nýjar ólar

apple intelligence-apple intelligence-img

Apple Intelligence (AI) - Hvað er málið með þessa gervigreind?

Nú þegar vörurnar eru komnar á hreint er best að fjalla aðeins nánar um gervigreindartólið Apple Intelligence (AI) sem verður aðgengilegt í nýjustu Apple tækjunum. Apple Intelligence er í grunninn endurbætt Siri, talandi aðstoðarkonan sem við þekkjum líklegast flest, en hún gefur nú notendum greiðan aðgang að gervigreindinni ChatGTP. Með tilkomu Apple Intelligence geta Apple notendur stýrt tækjunum sínum á einfaldari og skilvirkari hátt. Gervigreindin getur svarað tölvupóstum, skipulagt fundi, búið til emoji-a, átt við ljósmyndir o.fl. Til að gera langa sögu stutta er Siri orðin að einkaþjóni með fimm háskólagráður og Apple notendur njóta góðs af. Hafir þú áhuga á að lesa löngu söguna mælum við með að þú skellir þér in á heimasíðu Apple á apple.com til að fá allar nýjustu fréttir af Apple Intelligence, sem er enn í þróun hjá Apple.

Viltu fá áminningu um leið og nýjustu Apple vörurnar mæta í verslun Vodafone? - Skráðu þig á póstlistann okkar! Við látum þig vita.

Deila

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528